Skip to content
Queer Refugees in Queer Utopias

What do you want to know about?

  • The Research
  • Our researchers
  • International Collaboration
  • Publications
  • Events

Information video in Icelandic

  • by Thomas Brorsen Smidt

Hér má skoða myndband á Íslensku um verkefnið.

Hinsegin flóttafólk (e. SOGIE refugees) sem er á flótta frá heimalandi sínu eða er ríkisfangslaust vegna ofsókna á grundvelli kynhneigðar eða kynvitundar, er sérstaklega viðkvæmur hópur. Markmið þessa verkefnis er að byggja upp þekkingu á málefnum hópsins, sem lið í að bæta úr skorti á rannsóknum á málaflokknum.

Vitneskjan getur nýst til stefnumótunar og þjónustu við hópinn á Íslandi; Landi sem hefur þá alþjóðlegu ímynd að vera hinsegin paradís. Rannsakendur munu kanna reynslu hinsegin flóttafólks af mótttöku, þjónustu og stuðningi og félagslegri aðild og þátttöku í samfélaginu. Í þessu samhengi er einnig er mikilvægt að afla þekkingar varðandi það hvernig hinsegin flóttafólk notar rafræna tækni og samfélagsmiðla, í ferli samskipta, þátttöku og aktívisma.

Rannsóknarteymið er þverfaglegt og þverþjóðlegt og samanstendur af rannsakendum á sviði félagsráðgjafar, félagsfræði, mannfræði og kynjafræði. Rannsóknarsniðið er eigindlegt, tekin verða 40-50 hálf opin viðtöl við hinsegin flóttafólk og starfsfólk á vettvangi mótttöku og þjónustu (útlendingastofnun, landamæraeftirlit, félagsþjónusta sveitarfélaga, félaga- og hagsmunasamtök). Einnig verður etnógrafískri vettvangsathugun beitt sem hluta af viðtölunum.

Niðurstöður rannsóknarinnar verða bornar saman við niðurstöður rannsókna í hollensku samfélagi á málefnum hinsegin flóttafólks, með það að markmiði að varpa frekara ljósi á og auka fræðilegan skilning á hugtakinu “hinsegin paradís.” Gefin verður út rafræn handbók fyrir fagfólk og hinsegin flóttafólk á nýrri vefsíðu og útbúin verður skýrsla með tillögum að bættri stefnu í móttöku hinsegin flóttafólks .

Briefly about the research

  • by Thomas Brorsen Smidt

People who flee persecution because of their sexual orientation or gender identity and expression (SOGIE) constitute a particularly vulnerable group of migrants. This project aims to create new relevant knowledge that will address gaps in existing research and help improve policies and practices on this issue in Iceland; a country that is broadly perceived to be one of the most queer-friendly nations on earth. To do this, more knowledge on how SOGIE refugees experience settlement, reception and support from both the Icelandic asylum system, municipal social services and NGO’s and advocacy groups, and their own diasporas is needed. It is also becoming increasingly important to know more about how digital and social media plays a role in these processes. Researchers in social work, anthropology, sociology and gender studies will utilize engaged ethnography to carry out and analyze 40-50 in-depth interviews with four different stakeholder groups: SOGIE refugees, professionals in the asylum system in Iceland, professionals in municipality social services and professionals and volunteers in NGO services and advocacy groups. Drawing on an established international research network, the project also seeks to compare experiences of SOGIE refugees in respectively Iceland and the Netherlands to further develop the theoretical framework around the concept of ‘queer utopias.’

Theme by Colorlib Powered by WordPress